Færsluflokkur: Bloggar

Vanhæfni vegna stjórnarsetu í Kaupþingi

Það er mér með öllu óskiljanlegt að ekkert hefur verið fjallað þá ákvörðun stjórnar Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa í bankanum sökum þess að ella þyrftu þeir að selja hlutabréfin sem hefði getað komið bankanum illa.  Þetta heitir á góðu máli markaðsmisnotkun (e. market manipulation) og er eftir því sem ég veit refsiverð.  Ég veit a.m.k. ekki betur en að ríkissaksóknari hafi gert sitt besta til að fá Jón Ásgeir sakfelldan vegna kreditreiknings frá Færeyjum sem átti að bæta stöðu Baugs í árshlutauppgjöri og þar með hafa áhrif á hlutabréfaverð.  Ég man greinilega að Gunnar, sem stjórnarmaður í Kaupþingi, kom í Kastljós og ekki bara viðurkenndi heldur virtist líta á það sem góða viðskiptavenju að stjórnin hefði tekið sína ákvörðun til þess að hlutabréfin lækkuðu ekki.  Eftir að hafa rætt þetta mál við erlenda félaga mína er ég nokkuð viss um að stjórn Kaupþings væri röngu megin við rimlana ef þetta hefði gerst með viðlíka hætti erlendis.  Menn ættu kannski að hafa þetta í huga þegar þeir ræða um smámál eins og formgalla á framboði. 
mbl.is Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband